Uppskriftir

Hvernig á að búa til uppskrift í Timian?

Undir Eldhús - Uppskriftir má finna allar þær uppskriftir sem tilheyra þínum eldhúsum.

Hægt er að leita að uppskriftum eftir heiti eða flokkun, og eins er hægt að stjörnumerkja þínar uppáhalds uppskriftir.

Til þess að búa til nýja uppskrift skal smella á Ný uppskrift.

Eldhûs ; Uppskriftir 
Uppskriftir 
Leita 
Cl eftir Heiti Cl Lippâhalds Cl Aòeins minar 
N9 uppskrift 
Flokkun

Fyrst þarf að gefa uppskriftinni nafn sem lýsir henni vel.

Einnig er hægt að flokka uppskriftina, en flokkunin getur til dæmis verið eftir því hvers konar uppskrift þetta er. Dæmi gætu verið kjötréttur, fiskréttur, bakstur o.s.frv.

Í reitinn Fjöldi skammta er settur sá fjöldi skammta sem upprunalega uppskriftin segir til um. Þegar kemur svo að því að elda út frá uppskriftinni mun Timian endurreikna hráefnisþörf út frá fjölda matargesta hverju sinni.

Næsta skref er að setja inn þau hráefni sem eiga að vera í uppskriftinni. Leita þarf að hráefninu, og setja þarf inn það magn og mælieiningu hráefnis sem þarf í uppskriftina áður er smellt er á Bæta við. Sé hráefnið ekki til, þá er hægt að stofna hráefnið og næringargildi þess. Leiðbeiningar um það má finna hér.

Create Timian's default Recipe content-type 
Nafn * 
Main classification 
Yfirflokkun 
Flokkun 
FjÖldi skammta 
Finna hråefni 
Vara 
Magn 
Verd 
Magn: 
Orka kJ/kcal 
+ Bæta vid 
Kolvetni g 
Fats g 
Prötein g

Neðar á síðunni er möguleiki á að setja inn leiðbeiningar fyrir eldun/bakstur, en einnig er hægt að setja inn lista yfir ofnæmisvalda. Það getur verið mjög gott að skrá ofnæmisvalda niður þar sem neytendur geta séð skráða ofnæmisvalda þegar matseðill er birtur á vefnum.

Þegar búið er að fylla út nauðsynlega reiti þarf að ýta á hnappinn Geyma, og þar með hefur uppskriftin verið stofnuð.

Athugið að ef um er að ræða samsetta uppskrift, t.d. sem inniheldur aðalrétt, salat, kartöflur og annað meðlæti, þá er gott að gera sér uppskrift fyrir hvern hluta uppskriftarinnar. Með því móti er hægt að búa til margskonar matseðla sem settir eru saman úr þessum minni uppskriftum.