Hvernig á að stofna ný næringargildi og hráefni fyrir uppskriftir?
Hráefni og næringargildi þeirra eru mikilvægur þáttur þegar kemur að því að búa til uppskriftir.
Í gagnagrunni Timian má finna fjöldan allan af hráefnum og næringargildum, en listinn er þó ekki tæmandi og því kemur það fyrir að hráefnin sem leitað er að eru ekki til.
Hægt er að leita að hráefnum undir Innkaup -Vörur - Samheitavörur.
Ef hráefnið sem leitað er að finnst ekki þá þarf að stofna það.
Fyrsta skrefið er að búa til næringargildið fyrir hráefnið.
Undir Eldhús - Næringargildi - Skráð næringargildi skal velja hnappinn Nýskrá.
Gefa þarf næringargildinu lýsandi heiti og ISGEM flokkun. Fyrir ISGEM flokkunina er nóg að byrja að skrifa heiti á vöruflokk hráefnisins, og kerfið stingur upp á mögulegum flokkum. Dæmi um ISGEM flokk gæti verið "mjólk/mjólkurvörur".
Því næst er hægt að fylla út allar gefnar forsendur fyrir næringargildið. Athugið að ekki þarf að fylla út alla reitina, en mikilvægast er að prótein, kolvetni og fita séu útfyllt. Hér eru næringargildin miðuð við 100 g.
Þegar búið er að fylla reitina út er smellt á Geyma, og næringargildið hefur verið stofnað.
Næsta skref er að búa til hráefni.
Undir Innkaup - Vörur - Samheitavörur skal velja hnappinn Nýskrá.
Gefa þarf samheitavörunni nafn, og athugið að birgi og vörunúmer er sjálfgefið og ekki þarf að breyta því.
Næsta skref er að UNSPSC flokka samheitavöruna, og síðan þarf að haka í boxið "Í uppskriftum" sem staðsett er hægra megin á skjámyndinni. Þetta skref er mikilvægt því án þess er ekki hægt að bæta samheitavörunni í uppskriftir.
Þegar búið er að fylla út alla stjörnumerkta reiti má smella á Geyma neðst á síðunni.
Lokaskrefið er að tengja næringargildið við hráefnið.
Undir Innkaup - Vörur - Samheitavörur skal finna hráefnið sem stofnað var í skrefinu hér á undan.
Smella skal á vöruna og finna flipann Næringargildi. Þar þarf að fletta upp næringargildinu sem búið var til í fyrsta skrefinu, og velja Geyma að því loknu.
Þar með er búið að stofna hráefni og tengja næringargildi við það, og hægt er að nota hráefnið í uppskriftir.