Innlestur vöruskráa
Í valstiku birgjavefsins er möguleiki um innlestur til innkaupaaðila. Hægt er að lesa inn þrjár gerðir gagna, en þær eru eftirfarandi:
- Verðbreytingar
- Vörulistar
- Tilboð
Hægt er að sækja sniðmát fyrir hverja gagnagerð fyrir sig, en sniðmátin eru Excel skjöl sem sýna hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar til innlesturs. Mikilvægt er að fylla þessar upplýsingar út eftir bestu getu, því þetta eru þær upplýsingar sem birtast innkaupaaðilum þegar þeir fara að skoða vörur og gera pantanir. Leiðbeiningar fyrir sniðmátin má finna hér.
Fyrsta skrefið er því að velja tegund innlestrar. Því næst þarf að velja þá innkaupaaðila sem innlesturinn á að ná til. Athuga þarf að einungis er hægt að hlaða upp vöruskrá hjá þeim innkaupaaðilum sem þegar eru tengdir við birgjann.
Hægt er að velja um innlestur fyrir einn innkaupaaðila í einu, en einnig er hægt að velja nokkra eða alla tengda innkaupaaðila.
Lokaskrefið er að velja skrána sem lesa á inn, og smella á Hlaða upp. Ef innlestur heppnast ekki birtast villuskilaboð sem útskýra það sem úrskeiðis fór, og þá þarf að lagfæra skjalið og hlaða því aftur upp.
Neðar á skjámyndinni sést yfirlit yfir síðustu innlestra úr kerfinu ásamt ítarlegri upplýsingum.