Hvernig virkar sniðmátið fyrir innlestur vöruskrár?

Að hlaða inn vöruskrá í gegnum birgjavef Timian

Þegar hlaða á vöruskrá inn til innkaupaaðila þarf að sækja og fylla út sniðmát svo vörulistinn hlaðist upp hjá innkaupaaðila.

Hér að neðan má finna útskýringar á þeim reitum sem þarf að fylla út í sniðmátinu, með einföldum dæmum til hliðsjónar.

 

Breyta Skýring Dæmi
Birgi Nafn birgja eins og það er skráð í Timian  
Vörunúmer Vörunúmer vöru skv. birgja  
Grunnmælieining Notuð til að gera verðsamanburð á milli sambærilegra vara Kg/g eða L/mL
Heildarmagn/þyngd grunnmælieiningar í sölumælieiningu Hversu margir L eru í sölumælieiningunni? 5 (L í einni pakkningu)
Sölumælieining Sú eining sem birgi selur vöruna í Stykki, kassi, pakkning...
Hlutamælieining Minnsta notkunareining í sölumælieiningu Stykki, dós, flaska...
Fjöldi hlutamælieininga í sölumælieiningu Hversu margar flöskur eru í einni pakkningu? 10 (flöskur í pakkningu)
Listaverð sölumælieiningar Fullt verð vörunnar/sölumæli-einingarinnar 5000 kr
Afsláttur Afsláttur ef innkaupaaðili er með slíkan 10%
Samningsverð Listaverð reiknað með gefnum afslætti 4500 kr
Skattprósenta Skattprósenta vörutegundarinnar 11% eða 24%
UNSPSC vöruflokkun Alþjóðlegt vöruflokkunarkerfi sem auðveldar gagnaúrvinnslu Timian innkaupa 50000000 (matvara)
Vöruflokkaheiti (valkvætt) Ítarlegri vöruflokkun  

Nánari lýsing (valkvætt)

Ítarlegri upplýsingar um vöruna  

Slóð á mynd (valkvætt)

Mynd birtist innkaupaaðilum þegar þau skoða vöruna