Einföld yfirferð á samþykktarferli reikninga
Þegar reikningur hefur verið paraður við pöntun er hægt að fara í samþykktarferli reikningsins. Hér má finna leiðbeiningar um hvernig á að para reikning við pöntun.
Samþykktarferli reikninga er nokkuð einfalt, en fyrsta skrefið er að fara í Innkaup - Pantanir - Reikningar.
Í hverri reikningslínu má sjá hvort einhver verðmunur sé á upphæð reiknings og upphæð pöntunar. Yfirleitt er eðlilegt að einhver verðmunur sé, en verðþróun á vörum getur þar spilað stóran þátt. Hér er hins vegar gott að fylgjast með hvort óeðlilegur munur sé á reikningi og pöntun, en það er vísbending um að gott gæti verið að skoða samanburðinn nánar.
Í flestum tilfellum er verðmunurinn þó innan skekkjumarka, eða að einhverjar vörur hafi vantað og þess háttar, og því má fara í næsta skref samþykktarferlisins. Með því að smella á táknið lengst til hægri í reikningslínunni er hægt að opna pöntunina sem liggur á bakvið reikninginn, og gera samanburð á vörulínum.
Ef öll verð eru samþykkt skal fara í að samræma og geyma, en það er gert með því að smella á viðeigandi takka á skjámyndinni.
Næsta skref er að fara neðst á skjámyndina og uppfæra stöðu pöntunar í Móttekin af kaupanda, og þar næst í stöðuna Samþykkt. Athugið að það þarf alltaf að smella á hnappinn "Geyma" á milli stöðuuppfærsla.
Þegar búið er að samþykkja og vista þá hefur reikningurinn verið samþykktur, og vöruliðirnir í pöntuninni verða uppfærðir miðað við þær upplýsingar sem fram komu á reikningi.