Zebra límmiða prentari hættur að virka eftir Windows uppfærslu

Zebra prentari hætti að virka eftir Windows uppfærslu nr. KB5004945, KB5004760 eða KB5003690

Það virðist vera sem að nýjasta uppfærslan hjá Windows valdi því að sumir USB tengdir prentarar hætta að virka.

Ef þú ert í þessum vandræðum og ekki virkar að prenta út test page úr prentaranum þá mælum við með því að uninstalla uppfærslunni.

Það er gert með því að fara í:
Settings -> Update & Security -> View update history -> Uninstall updates.

Við þetta opnast glugginn Installed updates og þar undir Microsoft windows ætti nýujasta Windows uppfærslan (KB5004945) að vera, sjá mynd.

Þegar búið er að velja hana er ýtt á Uninstall, við mælum síðan með því að endurræsa vélinni eftir þetta.


Það mun koma uppfærlsa frá Windows sem leysir þetta vandamál en þangað til þarf að snúa þeim til baka.

Athugið að aðeins er hægt að rúlla windowsuppfærslu til baka innan 10 daga frá því hún var sett upp.



Hér er hlekkur á grein frá Zebra varðandi þetta vandamál
https://supportcommunity.zebra.com/s/article/000021051?language=en_US