Hvaða vörur eru aðgengilegar hjá innkaupaðilunum mínum?

Í vöruyfirliti birgjavefs má nálgast yfirsýn yfir þær vörur sem aðgengilegar eru innkaupaaðilum hverju sinni.

Í valstiku birgjaviðmótsins er möguleiki á að skoða allar vörur viðkomandi birgja sem eru aðgengilegar innkaupaaðilunum, þ.e. þær vörur sem innkaupaaðilar geta keypt. Jafnframt er hægt að sækja skrá með þessum upplýsingum á Excel formi fyrir skýrara yfirlit.
Hægt er að sía leitina með því að flokka eftir ákveðnum innkaupaðila eða ítarlegri vöruupplýsingum á borð við vörunúmer og UNSPSC flokkun.

Hér er einnig hægt að hlaða upp stakri vöru til innkaupaaðila, án þess að þurfa að fylla út Excel sniðmátið líkt og gert er þegar hlaðið er inn mörgum vöruliðum í einu. Þá er smellt á Stofna vöru og nauðsynlegar forsendur fylltar út. Þetta getur verið þægilegt þegar ein eða fáar vörur bætast við vöruskrána.