Hvernig er hægt að merkja vörur eða pantanir mótteknar í Timian?
Hægt er að nota Timian til þess að staðfesta hvort vörur í pöntun hafi verið mótteknar, en þetta getur t.d. aukið yfirsýn yfir það hvort pantanir séu að berast í réttu magni.
Hægt er að merkja pantanir mótteknar í reikningamódúl Timian, en Timian býður einnig upp á sérstaka vörumóttökuvirkni.
Þetta er hægt að gera undir Innkaup - Vörumóttaka. Þar er hægt að sía eftir afhendingardegi, afhendingarstað, birgja, stöðu pöntunar jafnvel pöntunarnúmeri.
Velja skal pöntun sem á að skoða með því að smella á litla táknið lengst til vinstri í pöntunarlínunni.
Hér að ofan má sjá hvernig pöntunin lítur út, þar á meðal eru pantaðar einingar af hverri vöru, og valmöguleiki er um að skrá hversu margar einingar voru mótteknar af kaupanda. Hægt er að merkja einstaka vörulínur mótteknar eða móttaka pöntunina í heild sinni.
Í þeim tilfellum sem of fáar einingar eru afhentar er því hægt að skrá slíkt inn í kerfið og skilja eftir athugasemd sem skilar sér svo í tilkynningu til birgja.
Síðasta skrefið er svo að velja rétta stöðu pöntunar í felliglugganum, og smella svo á Uppfæra. Þá hefur pöntunin verið uppfærð og/eða móttekin í kerfinu.