Villuboð 'E81' á skjá 'EJ full'

Þessi villuboð á Casio sjóðsvél benda til þess að innra minnið er fullt, þetta gerist ef það er ekki hreinsað reglulega.

Þegar minnið er hreinsað prentast út afrit af öllum færslum síðan EJ minnið var tæmt síðast. 

ATH mjög mikilvægt að halda upp á afritið fyrir skattinn.

1.  Setjið PGM lykil í svissinn, athugið að þetta er ekki hægt með OP lykli.
2.  Setjið lykilinn í Z stöðu.
3.  Sláið inn 58.
4.  Ýtið svo á greitt.
5.  Sjóðsvélin mun prenta út afrit af öllum færslum síðan EJ minnið var tæmt síðast.