Vikulegir skráningarlistar til umsjónarkennara

Aukið yfirlit yfir skráningar nemenda í mat

Timian matarskráning býður upp á virkni sem sendir vikulega skráningarlista til umsjónarkennara bekkja skólans. Listarnir eru sendir í upphafi hverrar viku á tölvupóstformi til þess aðila sem skráður er umsjónaraðili hvers bekkjar. Þessi virkni veitir kennurum og starfsfólki skólans góða yfirsýn yfir matarskráningar nemenda sinna í hverri viku.

Undir Stillingar - Deildir má finna bekki eða deildir skólans. Með því að velja ákveðinn bekk opnast deildarspjald þar sem finna má reit sem hefur yfirheitið Ábyrgðaraðili. Þar er hægt að fletta uppi nafni þess notanda sem á að taka á móti vikulegum skráningarlistum, og með því að smella á Geyma neðst á deildarspjaldinu hefur ábyrgðaraðilinn verið vistaður.

Til þess að hægt sé að velja ábyrgðaraðila þarf þó að athuga að aðilinn þarf fyrst að vera stofnaður sem notandi í Timian, og jafnframt þarf tölvupóstfang hans að vera skráð í notandaspjaldinu.

 

fl Eldhüs 
BeiÖnir 
Innkaup 
Sala 
Fjårmål 
Breytur 
Deildir 
Rekstrareiningar 
Eldhüs 
R9mi 
Notendur 
Vef>jönusta 
Affir kerfispættir 
Båkhaldsviddir 
Deildarskrdning 
Nafn 
O Er i matar- og dreifiåætlun 
Stuttnefni 
Rekstrareining 
ÅbyrgÖaraÖili 
Staösetning 
Notkun heimilisfangs 
Hunsa 
Punktar 
Reikningsaudkenni 
Flokkur