USB vandamál á T14 og T14s

USB tengin á tölvunni hætta að virka

Vandamálið virðist vera tengt gallaðs Realtek Audio driver sem núna er búið að uppfæra.
Lenovo Vantage ætti að uppfæra þetta sjálfkrafa ef tölvan er nettengd en ef svo virðist ekki hafa gerst þá eru hérna leiðbeiningar um hvernig þú getur gert þetta handvirkt.

Til að keyra inn nýja driverinn er best að opna Lenovo Vantage. Það er gert með því að smella á windows fánann á skjánum og skrifa í leitina Lenovo Vantage

Smella á "System Update"

Því næst finna hlekkinn "Lenovo Support Website" og smella á hann

Ef þú lentir á Warranty síðunni þá þarf að smella á "View Details"

Þá þarf að velja flokkinn "Drivers & Software" svo "Manual Update" og smella á "Audio"

Realtek Audio driverinn ætti að vera efstur. Smelltu á píluna sem bendir niður til að sjá meira. Svo smellirðu á Download merkið til að sækja driverinn

Núna hleðst driverinn niður á tölvuna þína, venjulega í Download möppuna.
Finndu driverinn og tvísmelltu á hann til að keyra hann inn

Þá keyrist upp install forrit og þar er smellt á Next svo velja "I accept the agreement" og Next
Hafa Install valið og svo aftur Next og svo smella á Install og hugbúnaðurinn setur upp þennan nýja driver.