Vissir þú að það er hægt að breyta tímbilinu sem skoðað er undir Tækifæri til að spara í SpendSenze?
Undir Tækifæri til að spara getur þú skoðað yfirlit yfir allar þær vörur þar sem magnbreyting og verðhækkun hefur náð upp fyrir ákveðin skilyrði. Sjálfgefna stillingin í SpendSenze sýnir því allar vörur í kerfinu þar sem magnbreyting hefur aukist um meira en 50% og einingaverð hefur jafnframt hækkað um meira en 20% á síðustu tveimur mánuðum. Með öðrum orðum, SpendSenze safnar saman og flaggar þeim vörum sem þú gætir hugsanlega fengið betri verð á.
Þessum forsendum er hins vegar hægt að breyta.
Í stikunni vinstra megin á skjámyndinni er hægt að gera breytingar á síunni. Þar er til dæmis hægt að breyta tímabilinu sem skoðað er úr tveimur mánuðum yfir í eitt eða tvö ár. Eins er hægt að breyta prósentustillingunum, þannig að þú sjáir þær vörur þar sem einingaverð hefur hækkað um 30% í stað 20%.
Þessu er hægt að breyta fram og til baka, allt eftir því hvað hentar best hverju sinni.
Hér má sjá kennslumyndband fyrir virknina.