Hvernig virkar þjónustugátt Timian?

Í þjónustugátt Timian getur þú sent til okkar beiðni með spurningu, ábendingu, eða til að tilkynna villu í Timian.

Þjónustugátt Timian er aðgangsstýrð og þarf Timian teymið að veita aðgang að henni.

Hægt er að hafa samband við okkur hjá timian@origo.is til að biðja um aðgang.

 

Þegar aðgangur að þjónustugáttinni er klár er hægt að búa til og senda inn beiðni.

Beiðni er búin til með því að velja 'Búa til þjónustubeiðni' (sjá ör á mynd hér að neðan).

 

nybeidni-1

Eftir að búið er að smella á 'Búa til þjónustubeiðni' opnast viðmót þar sem fylltir eru út reitir til að búa til beiðnina (sjá mynd hér að neðan) 

Screenshot 2023-01-26 at 10.44.02

Gott er að hafa sem mestar upplýsingar í lýsingu á beiðninni svo að Timian teymið geti aðstoðað þig sem best. 

Þegar allir reitir hafa verið fylltir út er smellt á 'Senda' takkann og þá stofnast ný opin þjónustubeiðni. Hægt er að sjá yfirlit yfir allar opnu þjónustubeiðnirnar undir

'Yfirlit yfir þjónustubeiðnir'.

 

Þegar Timian teymið hefur svarað þjónustubeiðninni færðu meldingu með tölvupósti. 

Í tölvupóstinum sérðu svar við beiðninni og hægt er að svara tölvupóstinum og það skilar sér í beiðnina, en einnig er hægt að svara beiðninni í þjónustugátt Timian.

 

Þegar beiðnin hefur verið leyst og sett í lokaða stöðu er alltaf hægt að skoða beiðnina aftur ef t.d. sama spurning kemur upp aftur þá er gott að rýna yfir hvernig málin voru leyst.