Notendur

Notendahlutverk

Þegar verið er að nýskrá notendur getur verið snúið að átta sig á því hvaða hlutverk notandinn þarf að hafa. Hlutverk opna á ólíka virkni innan Timian kerfisins, og því þarf að raða hlutverkum á notanda þannig þau henti starfi viðskomandi sem best. Hér fyrir neðan er að finna töflu sem útskýrir hvert og eitt hlutverk:

 

Hlutverk Réttindi með hlutverki Mælt er með

Auðkenndur notandi

Authenticated user

Hefur aðgang að Timian kerfinu. Þetta hlutverk er alltaf sjálfgefið.

Fjármál

Accounting

Aðgangur að samþykktarkerfi reikninga.  

Áskrifandi að mat

Meal subscriber

T.d. nemandi eða starfsmaður í skóla sem hægt er að skrá í mat. Á við þegar matarskráningarhluti Timian er í notkun.

Beiðnaaðili

Requesters

Getur lagt inn beiðni til innkaupa á vörum eða mat.  

Deildarstarfsmaður

Depofficer

Hefur aðgang að öllum beiðnaliðum. Aukið aðgengi við hlutverk beiðnaaðila.  

Framkvæmdastjóri

Executive

Hefur yfirlitsaðgang fyrir áætlaða innkaupaþörf og innkaupayfirlit.  

Matráður

Foodtechs

Hefur aðgang að eldhúshluta, Timian, þ.m.t. uppskriftum og matseðlum.  

Innkaup

Procurement

Hefur aðgang að öllum innkaupaliðum, þ.m.t. vörur, innkaupaþörf, pantanir o.fl.  

Birgi

Supplier

Er birgi getur hlaðið upp vöruskrám hjá innkaupaaðila. Á einungis við um birgja.

Sala

Sale

Ef að sölu hlutinn er virkjaður inn í Timian, þá skal gefa notanda sölu hlutverkið til að fá aðgang að þeim hluta. Á við þegar millideildarsala er notuð.

Stillingarstjóri

Admin

Hefur aðgang að stillingum kerfisins, þ.á.m. notenda- og deildarstillingum.

 

Viðskiptavinir

Customers

Veitir viðskiptavinaaðgang ef notuð er millideildasala innan sama fyrirtækis. Á við þegar millideildarsala er notuð.

Máltíðarskipulag

Mealplanner

Hefur aðgang að máltíðartengdum þáttum í beiðnahluta kerfisins.  
Auka hlutverk
Enhanced
Notað með birgjahlutverkinu. Á einungis við um birgja.

Verkefnastjórnun

Project management

Notað fyrir sérverkefni. Einungis notað í sértilfellum.
Timian aðstoð
Timian support
Hefur aðgang að auknum stillingum að kerfinu. Yfirleitt eru aðeins 1-2 notendur í hverri rekstrareiningu með þetta hlutverk.

Vörumóttaka
Receiver

Notandi getur skráð vörur/pantanir mótteknar í kerfinu.