Að tengjast nýjum innkaupaaðila

Hvernig geta birgjar tengst fleiri innkaupaaðilum?

Við innskráningu á birgjaaðgang Timian tekur við skjámynd sem sýnir alla Timian innkaupaaðila sem í boði er að tengjast. Þeir innkaupaaðilar sem þegar eru tengdir eru merktir með grænum reit og stöðunni Samþykkt.

Til þess að myndi nýja tengingu þarf að haka í reitinn við hliðina á þeim innkaupaaðila sem tengjast á, og smellta á hnappinn Skrá skilaboð. Þá birtist gluggi með sjálfgefnum texta sem sendur verður til innkaupaaðila varðandi ósk um tengingu, en einnig er hægt að bæta við sérsniðnum skilaboðum.

Því næst er smellt á Senda, og viðkomandi aðili mun fá tilkynningu um ósk um tengingu.