1. Spurt og svarað
  2. Timian
  3. Timian mataráskrift - leiðbeiningar fyrir foreldra

Hvernig virkar matarskráning í gegnum Timian?

Notendaleiðbeiningar fyrir matarskráningu

Timian býður upp á nýjan og aðgengilegan möguleika á matarskráningu fyrir mötuneyti þar sem hægt er að skrá sig, eða aðra, í mataráskrift. Lausnin gefur neytendum skýra yfirsýn á næringareiginleikum og ofnæmisvalda máltíða, auk þess sem hún stuðlar að minni matarsóun. Hér að neðan má finna notendaleiðbeiningar fyrir matarskráningarferlið í heild sinni.

 

  1. Á heimasíðu fyrirtækis/skóla má finna hlekk sem vísar inn á skráningarsíðu Timian.
  2. Þar er hægt að sjá skipulagðan matseðil fyrir næstu vikur/mánuði, ásamt næringargildum máltíða hvers dags. Til þess að skoða næringargildi máltíðar þarf að smella á valinn dag. Ef smellt er á litlu hringina er hægt að velja ákveðna hluta máltíðarinnar og þá reiknast næringargildin miðað við það sem valið er.
  3. Til þess að skrá í mataráskrift er smellt á hnappinn Innskrá sem staðsettur er ofarlega á skjámyndinni. Innskráning fer fram með rafrænum skilríkjum.
  4. Í stikunni efst á skjámyndinni er hægt að velja þann aðila sem skrá á í mat. Ef um aðeins einn mögulegan aðila er að ræða er sá sjálfvalinn.
  5. Valmyndin fyrir neðan sýnir matseðil fyrir tímabilið sem í boði er, og þar er einnig hægt að skoða næringargildi máltíða fyrir hvern dag.
  6. Í upphafi eru engir dagar valdir, en fyrir ofan valmyndina er reitur sem býður upp á að velja alla daga tímabilsins með einum smell.
  7. Haka skal síðan í reitina fyrir þá daga sem skrá á í mataráskrift.
  8. Þegar búið er að velja alla þá daga sem skrá á í mataráskrift þarf að smella á Vista neðst á skjámyndinni, og þar með hafa allar skráningarupplýsingar verið vistaðar í kerfið og munu forsvarsmenn mötuneytisins sjá skráningarnar.

 

Hér að neðan má sjá stutt kennslumyndband sem sýnir skráningarferlið.