Prentari prentar illa liti eða texta

Líklegasta skýringin á slæmri prentun er lítið sé eftir af bleki í hylkjunum eða að það þurfi að hreinsa prenthausinn. Því er best að athuga fyrst stöðu blekhylkja og ef þau eru í lagi þá er hægt að prófa að hreinsa hausinn.

 

1.Opnið 'Stjórnborð' (e. Control Panel).
2.Velja 'Tæki og Prentarar' (e. Devices and Printers).
3.Finnið og hægri smellið á viðeigandi prentara og velja 'Eiginleikar Prentara' (e. Printer Properties).
4.Ýta á 'Viðhald' (e. Maintenance) og velja 'Hreinsun' (e. Cleaning) eða 'Djúphreinsun' (e. Deep Cleaning), það má annað hvort en djúphreinsun tekur lengri tíma.
5.Prenta út prufusíðu (e. Test Page) að aðgerð lokinni.
6.Ef þetta leysir ekki vandamálið þarf að fara með prentarann á verkstæði.