Prentari nær ekki sambandi í gegnum USB snúru við tölvuna

Ef prentarinn nær ekki sambandi við tölvuna þá er fyrsta skref að staðfesta hvort USB snúran sé vel í sambandi á báðum endum. Ef það hjálpar ekki er hægt að prófa að enduruppsetja prentarann.

 

1.Opnið 'Stjórnborð' (e. Control Panel).
2.Velja 'Tæki og Prentarar' (e. Devices and Printers).
3.Finnið og hægri smellið á viðeigandi prentara og gera 'Fjarlægja tæki' (e. Remove device).
4.Ferð inn á þjónustusíðu Canon https://www.canon-europe.com/support/
5.Velur rétt stýrikerfi og tungumál (rétt stýrikerfi ætti að vera valið sjálfkrafa).
6.Niðurhala (e. download) efsta reklinum sem síðan mælir með.
7.Opna skrána sem var hlaðið niður og fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
8.Ef allt hefur gengið villulaust fyrir sig þá er prentarinn tilbúinn til notkunar.