Hægt er að útbúa pöntun beint út frá beiðnayfirliti í Timian
Undir Innkaup - Innkaupaþörf er hægt að sjá yfirlit yfir þær vörur sem búið er að óska eftir í gegnum beiðnir. Hægt er að sía innkaupayfirlitið út frá m.a. afhendingardagsetningu, afhendingarstað, UNSPSC flokkun.
Til þess að breyta beiðni yfir í innkaupapöntun skal notandi haka við þær vörur sem panta á og smella á hnappinn Halda áfram.
Næsta skref er að velja birgja sem panta á frá, en í sumum tilfellum eru fleiri en einn birgi að selja sömu vörutegundina og því stendur notanda til boða að velja hvaðan varan verður pöntuð. Hægt er að skoða og bera saman vörur frá ólíkum birgjum út frá verði á hverja grunnmælieiningu. Þegar búið er að velja birgja sem panta á frá skal notandi smella á Búa til pöntun.
Síðasta skrefið er að staðfesta afhendingardag, kostnaðarstað og afhendingardeild, en að því loknu má velja Klára.
Þar með hefur pöntunin verið send út til birgja, og hægt er að fylgjast með stöðu hennar í gegnum pantanayfirlit undir Innkaup - Pantanir eða Innkaup - Innkaupayfirlit.