Microsoft dulkóðun - Bitlocker

Hvað er þetta Bitlocker? Er tölvan þín læst með Bitlocker?

BitLocker Drive dulkóðun er eiginleiki í Windows stýrikerfinu til að vernda gögnin þín og tekur á hættum á gagnaþjófnaði, tölvan týnist, er stolið eða ef tölvu er fargað án þess að gögnum sé eytt.

BitLocker veitir hámarksvörn þegar það er notað með Trusted Platform Module (TPM) útgáfu 1.2 eða nýrri útgáfum. TPM er vélbúnaðarhluti sem er settur upp í mörgum nýrri tölvum af tölvuframleiðendum. Það vinnur með BitLocker til að hjálpa til við að vernda notendagögn og tryggja að ekki hafi verið átt við tölvu á meðan kerfið var ótengt.

Bitlocker fer sjálfkrafa í gang við vissar aðstæður, eins og til dæmis þú tengir Microsoft reikning eða Azure við tölvuna. Einnig er hægt að sett upp handvirkt af notanda með samþykki. Vertu því viss um að þú sért með þessar upplýsingar aðgengilegar af eitthvað kemur upp og aflæsa þarf tölvunni.

Hvað þarf að gera ef tölvan er læst með Bitlocker?

Þegar tölvan er læst með Bitlocker dulkóðun frá Microsoft þarf lykil til að aflæsa gögnunum sem vistaður er á Microsoft reikning þínum eða hjá umsjónarmanni tölvukerfis ykkar.

Ef að þú skráir þig inn með venjulegum Microsoft reikning þá getur þú nálgast lykilinn þinn með því að skrá þig inn á hlekknum fyrir neðan með reikningnum sem er notaður til að skrá sig inn á vélina, en þar kemur listi yfir þau tæki sem eru skráð á þann reikning.

Ef notast er við fyrirtækja eða skólareikning til að skrá sig inn á vélina þá þarf að öllum líkindum að hafa samband við umsjónarmann tölvukerfisins til að nálgast aflæsingarlykilinn Hægt er að skrá sig inn á þessari vefslóð - https://account.microsoft.com/devices/recoverykey Einnig er hægt að skanna QR kóðann fyrir neðan og skrá sig inn þar

 

Nánari upplýsingar um Bitlocker má finna á síðu Microsoft

https://learn.microsoft.com/en-us/windows/security/information-protection/bitlocker/bitlocker-overview