Matseðlar

Hvernig á að búa til samsettan matseðil í Timian?

Undir Eldhús - Matseðlar má finna safn þeirra matseðla sem í boði eru.

Til þess að búa til nýjan matseðil þarf að smella á Nýr matseðill.

Fyrsta skrefið er að gefa matseðlinum lýsandi heiti og flokkun. Flokkunin er einungis hugsuð til þess að auðvelda leit að matseðlum seinna meir, og getur verið fiskréttur/grænmetisréttur eða jafnvel deildarheiti á borð við deild A/deild B og svo framvegis.

Add content ; Create Day menu 
Create Day menu 
Flokkun 
O Virkt

Næsta skref er að velja uppskriftir sem eiga að vera á matseðlinum, en matseðlinum er skipt upp eftir matmálstímum.

Ef smellt er á Hádegi birtist reitur þar sem hægt er að gefa máltíðinni yfirheiti/titil. Þessi titill mun síðan vera sjáanlegur á opnum matseðli ef kosið er að birta hann.

Næsta skref er að velja inn uppskriftir sem eiga að vera á matseðlinum.

Hægt er að hafa fleiri en eina máltíð á hverjum matseðli, líkt og sýnt er á myndinni hér að neðan. Þetta getur verið hentugt fyrir eldhús sem bjóða upp á fleiri en eina tegund fæðu.

 

Margun 
Hddegi 
Fiskur dagsins met metleti 
Gratin fiskur 
Steiktar kartbflur 
ÜO Grœnt Salat 
ÜO DOòlubrauò 
Sme//tu hér ti/ ad bœta viô 
uppskrift 
Grenmetisréttur dagsins 
ÜO Grœnmetislasagne 
ÜO Grœnt Salat 
ÜO Hvitlauksbrauò 
Sme//tu hér ti/ ad bœta viô 
uppskrift 
ûœta vio md\sverôi_. 
Siôdegiskaffi 
Kvôld 
Kvôldkaffi 
08:00 
12:00 
15:00 
19:00 
20:30

Þegar búið er að velja uppskriftir á viðeigandi tímasetningar má smella á hnappinn Geyma neðst á síðunni, og þá hefur dagsmatseðill verið búinn til.