Lenovo músin mín virkar en ekki lyklaborðið

Til að para saman þráðlaust Lenovo lyklaborð og mús þarf að gera eftirfarandi.

1.  Það þarf að vera kveikt á músinni.
2.  Taka rafhlöðu úr lyklaborði og USB sendir má ekki vera í sambandi. USB sendirinn er geymdur inni í músinni, lítill takki aftast undir músinni til að ná honum.
3.  Bíða í 1 mínútu.
4.  Setur USB sendirinn í samband við tölvu. Lyklaborð þarf að vera innan við 1/2 metra frá sendi.
5. Fljótlega þar á eftir þarf að: Halda inni F2, F3 og F4 á meðan rafhlöður eru settar í lyklaborðið.
6.  Sleppa F2, F3 og F4 og ýta strax á tölustafinn 3, ekki á talnaborðinu heldur fyrir ofan bókstafina.