Hvernig á að skilgreina skráningartímabil?

Í Timian matarskráningu er hægt að skilgreina bæði skráningar- og matartímabil

Admin notendur Timian geta skilgreint og skráð núverandi og komandi skráningar- og matartímabil undir Eldhús - Máltíðir - Matartímabil.

Viðmótið sýnir yfirlit fyrir þau tímabil sem búið er að skilgreina, en til þess að stofna nýtt tímabil þarf að smella á bláa hnappinn Nýtt tímabil.

Fyrsta skrefið er að skilgreina upphafs- og lokadagsetningu matartímabilsins.

Næsta skref er að skilgreina upphafs- og lokadagsetningu skráningartímabils, en það er tímabilið þar sem foreldrar / forráðamenn geta skráð sig inn í Timian og skráð börnin sín í mat á matartímabilinu. Algengt er að skráningartímabilið eigi sér stað áður en matartímabilið sjálft byrjar.

 

Büa til nytt matartimabil 
Fyrir Eldhüs 1 
upphafsdagsetning timabils 
01.09.2023 
Upphafsdagsetning skråningar 
24.08.2023 
Lokadagsetning timabils 
31.10.2023 
Lokadagsetning fyrir skråningu 
31.08.2023 
VerÖ målsveröa fyrir Petta timabil 
Morgun 
Hådegi 
Geyma 
Fast verd 
610 
kr. 
kr.

Hér er einnig hægt að stilla af verð máltíða fyrir matarskráninguna, en hér er um að ræða það verð sem foreldrar / forráðamenn eru rukkaðir um fyrir hverja máltíð á tímabilinu. Aðeins stjórnendur eða Timian admin notendur geta stillt eða breytt verði.