Hægt er að skilgreina og skrá frídaga inn í máltíðaskipulagið
Hægt er að skrá frídaga inn í matartímabil Timian með tveimur leiðum. Fyrri leiðin býður upp á nákvæmari skráningu en sú seinni getur verið bæði fljótleg og þægileg.
Undir Stillingar - Frídagar er hægt að sjá yfirlit yfir alla þá frídaga sem búið er að skrá inn í kerfið.
Efst á skjámyndinni er hægt að skilgreina tegundir frídaga, t.d. almennur frídagur, páskafrí, skipulagsdagur og svo framvegis.
Í yfirliti frídaganna er hægt að sía eftir eldhúsi og tímabili, en þar er einnig hægt að breyta frídagaskráningu ef þess þarf eða eyða skráðum frídegi úr kerfinum.
Fyrir neðan yfirlitið má finna hnapp, eða plúsmerki, þar sem hægt er að búa til nýjan frídag.
Velja þarf þau eldhús sem frídagurinn á að ná til, þ.e. ef velja á eitt afmarkað eldhús eða hvort skrá á frídaginn á öll eldhús kerfisins.
Því næst þarf að velja dagsetningu, og hér er bæði hægt að velja einungis einn dag en líka tímabil.
Lýsing frídagsing er mikilvæg, en þar þarf að setja inn nákvæmari lýsingu á frídeginum og eðli hans.
Loks þarf að velja tegund frídags, en þar þarf að velja eina af þeim frídagstegundum sem skilgreingar eru efst á síðunni.
Lokaskrefið er að smella á Skrá, og þá hefur frídagurinn verið stofnaður og ætti að birtast í yfirlitinu.
Seinni leiðin til þess að skrá frídag er undir Eldhús - Máltíðir - Mánuður.
Fyrsta skrefið er að velja eldhús sem skrá á frídag á, og með því að hægrismella á valinn dag á dagatalinu birtist valmöguleikinn Skrá frídag. Þá birtist gluggi, sambærilegur þeim sem minnst er á hér að ofan, þar sem valin er frídagstegund og bæta þarf við lýsingu á ástæðu frídagsins. Hér er einnig valmöguleiki um að skrá frídaginn á öll eldhús kerfisins.
Í mánaðaryfirlitinu munu frídagar síðan birtast með ólíkum litum eftir því hver tegund frídagsins er, en þannig eykst sýnileiki frídaganna þegar skipuleggja á komandi mánuði.