Hvernig set ég upp Microsoft Office?

Ef þú ert með aðgang að (outlook.com) eða (hotmail.com).  Farðu þá beint í lið nr. 4. 

  1. Búðu til aðgang að MS  (outlook.com) eða (hotmail.com).  Athugaðu að þú verður að vera með MS-aðgang , það duga ekki netföng eins og t.d. gmail eða simnet.is 
  2. Gott er að skrifa þessar upplýsingar niður á blað, bæði „login“ og „password“ og ekki gleyma netfanginu sem þú notaðir. Geymdu blaðið svo á góðum stað.
  3. Þegar þessu er lokið þá skráirðu þig inn á MS-aðganginn sem þú stofnaðir hér að ofan. (Skráðu þig inn á þeirri vél sem þú vilt setja Office upp á)
  4. Smelltu svo á:  https://setup.office.com  (Þú getur valið annað hvort MAC eða PC )
  5. Þegar næsti gluggi opnast þá slærð þú inn raðnúmerið (serial) sem er í viðhengi sem þú fékkst sent frá Origo.

Athugaðu að öruggast er að slá raðnúmerið, ekki afrita og líma (copy/paste).


Þegar þessu er lokið getur þú sótt skrána og sett upp Office-pakkann í vélinni þinni.