Hvernig leita ég að óværum og spilliforritum?

Allar vírusvarnir bjóða upp á að skanna vélina fyrir óværum. Ef þig grunar að vélin þín sé ekki í lagi er gott að keyra ítarlega skönnun (e. "full scan") á vélina. Það tekur lengri tíma en flýti skönnun (e. "quick scan").

Þegar því er lokið kemur upp listi með því sem vírusvörnin fann og hvernig á að bregðast við. Þá velur þú að setja óværuna í sóttkví, e. "quarantine", sem sér til þess að vélin losnar við óværuna.

 

Windows Defender er til staðar á öllum Windows 8 og 10 stýrikerfum og er virkt þar til önnur vírusvörn er sett upp.

Einnig er gott að ná í forritið Malwarebytes og leyfa því að skanna vélina. Malwarebytes er frekar gert til þess að finna spilliforrit og annan óæskilegan hugbúnað og þjónar ekki sama tilgangi og vírusvörn.