Hvernig hlaða birgar inn tilboðum í Timian?

Á birgjavef Timian geta birgjar hlaðið inn ýmsum tilboðum til valinna viðskiptavina

Í valstiku birgjavefsins er valmöguleiki um innlestur skráa til innkaupaaðila. Þar er hægt að velja um mismunandi tegundir innlesturs, og er ein þeirra innlestur tilboða. 

Hægt er að sækja sniðmát í formi Excel skrár, en sniðmátið segir til um hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að lesa tilboð inn til innkaupaaðila.

Þegar búið er að fylla út sniðmátið er næsta skref að velja þá innkaupaaðila sem innlesturinn á að ná til. Hægt er að velja stakan innkaupaaðila eða marga í einu. Athugið að einungis er hægt að hlaða inn tilboðum hjá þeim innkaupaaðilum sem þegar eru tengdir við birgjann.

Lokaskrefið er að velja skrána sem lesa á inn, og smella á Hlaða upp. Ef innlestur misheppnast einhverra hluta vegna munu villuskilaboð birtast á skjánum sem útskýra það sem úrskeiðis fór. Þá þarf að lagfæra skrána og hlaða henni aftur upp.

Þegar þessu er lokið geta viðskiptavinir nálgast nýjustu tilboð á innkaupavef Timian.