Hvernig held ég tölvunni minni í góðu lagi?

Hér eru nokkrir punktar sem hjálpa til við að halda tölvunni þinni í lagi:

Hafa Windows update virkt svo að Windows sæki uppfærslur sjálfkrafa.
Endurræsa tölvuna reglulega (a.m.k. á 1-2 vikna fresti).
Uppfæra BIOS og rekla á 1-3 mánaða fresti, sérstaklega þegar Windows kemur með stærri uppfærslur.
Leita af óværum og spilliforritum á 1-2 mánaða fresti.
Rykhreinsa vélina 6-12 mánaða fresti.