Hvernig hægt er að fjarlægja tæki úr Find My iPhone

Ef þú ert ekki að nota Apple tækið lengur þá getur þú fjarlægt tækið úr Find My iPhone. Þegar þú fjarlægir tækið þá hverfur það úr Find My iPhone Devices listanum og slökknar á Activation Lock

English

Fjarlægja tæki

Til að fjarlægja iPhone, iPad eða iPod touch: Gerðu eitt af eftirfarandi á tækinu sjálfu:

 • iOS 13 eða iPadOS: Farðu í Settings > [nafnið þitt] > Find My, og veldu þar turn off Find My Device. Sláðu inn Apple ID lykilorðið þitt og veldu svo Turn Off.
 • iOS 12 og eldra: Farðu í Settings > [nafnið þitt] > iCloud, og veldu þar turn off Find My [tegund tækis]. Sláðu inn Apple ID lykilorðið þitt og veldu svo Turn Off.


Til að fjarlægja Mac: Gerðu eftirfarandi á tækinu sjálfu:

 • Farðu í Apple menu > System Preferences, og fylgdu svo eftirfarandi:
 • macOS Catalina 10.15: Veldu Apple ID, veldu iCloud, veldu þar Find My Mac. Sláðu inn Apple ID lykilorðið þitt og smelltu svo á Continue.
 • macOS 10.14 eða eldra: Veldu iCloud, afhakið svo Find My Mac. Sláðu inn Apple ID lykilorðið þitt og smelltu svo á Continue.


Til að fjarlægja Apple Watch eða AirPods:

 • Slökktu á Apple Watch, eða settu AirPods í hleðsluboxið. Svo í Find My inni á iCloud.com, veldu All Devices, veldu offline device, smelltu þá á Remove from Account.
  Til að koma í veg fyrir að Apple Watch eða AirPods tæki birtist á ný skaltu afpara það í Bluetooth Settings á tækjunum þínum.


Athugið: Þú getur einnig fjarlægt iPhone, iPad, iPod touch eða Mac tækið þitt með því að skrá þig út af á iCloud á tækinu. Með því að skrá út af iCloud slökknar á öllum eiginleikum iCloud á tækinu.

Fjarlægðu tæki sem þú ert ekki lengur með í þínum fórum

Ef þú ert ekki lengur með iPhone, iPad, iPod touch, Mac eða Apple Watch tæki í þínum fórum þar sem þú ert búin/n að selja, gefa eða senda það til viðgerðar, gætir þú þurft að eyða öllum gögnum af tækinu áður en þú fjarlægir það.

 • Find My inni á iCloud.com: veldu All Devices, og veldu svo tækið sem þú vilt hreinsa.
  Ef þú sérð ekki All Devices, þá er það vegna þess að þú hefur þegar valið tæki. Smelltu á nafn tækisins sem þegar er valið á miðri tækjastikunni efst á síðunni til að fá aðgang að All Devices listanum, veldu svo nýtt tæki. Ef tækið er í viðgerð hjá Epli, er ekki þörf á að eyða gögnum og þú getur því sleppt skrefi 2.
 • Fjarlægðu gögnin af tækinu.
  Þar sem tækið er ekki týnt skaltu ekki setja inn símanúmer eða skilaboð.
  Ef tækið er ekki nettengt, mun það byrja að eyða gögnum næst þegar það tengist netinu. Þú munt fá tölvupóst þegar gagnaeyðingunni er lokið.
 • Veldu Remove from Account þegar gögnunum hefur verið eytt.
 • Öllum gögnunum þínum hefur nú verið eytt og nú getur nýr eigandi virkjað tækið.


Þú getur einnig notast við Find My (eða Find My iPhone) appið á iPhone, iPad, iPod touch eða Mac til að fjarlægja tæki. Eða fjarlægt tækið í gegnum Settings. Sjá Manage your devices in Settings on iCloud.com.

Sértu búin að gleyma notandanafninu og lykilorðinu þínu fyrir Apple ID getur þú sent inn beiðni til Apple, þessi beiðni er eingögnu í boði ef valið er Bandaríkin (USA) á vefsíðu Apple.