Í þessum leiðbeiningum má finna einfaldar leiðbeiningar um það hvernig hægt er að skipta pöntunum upp í hluta.
Í sumum tilfellum geta birgjar sent fleiri en einn reikning fyrir einni pöntun. Þetta getur til dæmis gerst ef þurrvara og frystivara er send í sitt hvoru lagi frá birgja, en þá getur komið fyrir að birgi sendir einn reikning fyrir þurrvöruna og annan fyrir frystivöruna.
Nú er hægt að skipta pöntuninni upp á einfaldan hátt, en Timian skannar pöntunina og lætur vita ef pöntunin inniheldur vörur sem ekki koma fram á reikningi. í því tilfelli er hægt að skipta pöntuninni upp, og para hinn helminginn við annan reikninging þegar hann berst.
Athugið að ekki er ráðlagt að skipta pöntun upp nema vitað sé að birgi muni senda annan reikning fyrir því sem eftir er.
Hér má sjá stutt kennslumyndband sem fer yfir skrefin í ferlinu.