Hvernig eru beiðnir gerðar í Timian?

Beiðnahluti Timian gerir notendum kleift að senda inn beiðnir innanhúss

Inni í beiðnahluta Timian er hægt útbúa beiðni með því að smella á Ný beiðni í hliðarstikunni.

Þar birtist það vöruúrval sem hægt er að velja úr, en bæði er hægt að leita eftir vörunafni eða fletta í gegnum vörulistann. Til þess að setja vöru í beiðnakörfu er vörunni flett upp, og magn beiðnavöru er sett í hvíta reitinn hægra megin við vöruna.

NY beiöni 
Leita ad vÖru 
o 
Leitarord 
Rauoq 
o 
Vörur 
L9sing 
Raudkål 
Birgi 
Allir birgjar 
Magn pr. ein. 
484,95 'Kr./kg 
Lippåhalds Adeins kerfisvörurO verd m/vsk 
Vörunürner 
s5042e 
Leitarord (Flokkun) 
Birgi 
Grund 
Verd/mælieining 
I kg 
Fjöldi 
2

Í hægra horni skjámyndarinnar má sjá beiðnakörfuna, en hún sýnir þær vörur sem búið er að velja fyrir beiðnina. Hægt er að sjá magn hverrar vöru og einnig er hægt að eyða vörum úr körfunni með því að smella á rauða táknið sem staðsett er fyrir framan hverja vörulínu.

Nota vistada kOrfu 
Veldu vistaôa kbrfu.„ 
Karfan Pin 
2 Raudkdl 
4 Broccoli 
1 isterta 
Halda 6fram 
Tœma kOrfu 
270 kr_ 
1385 kr_ 
4214 kr. 
Geyma

Þegar búið er að velja allar þær vörur sem eiga að fara í beiðnina er hægt að smella á Halda áfram fyrir næsta skref í beiðnaferlinu, en einnig er hægt að smella á Geyma til þess að vista beiðnakörfuna. Gott getur verið að vista beiðnakörfu ef oft er verið að leggja sömu beiðnina inn, en með því móti er hægt að velja körfuna sem flýtileið og þannig þarf ekki að týna í körfuna frá grunni í hvert skipti.

Eftir að búið er að smella á Halda áfram þarf að fylla út upplýsingar sem varða afhendingu beiðnarinnar. Skrá þarf afhendingarstað og tíma, ásamt deild kostnaðarfærslu. Gott er að gefa beiðninni lýsandi heiti, en það getur auðveldað yfirsýn í beiðnayfirlitinu.

o 
Hvert 
Deild • 
Deild A 
• Nafn 
Jöna J6nsdöttir 
ad senda vörurnar 
Afhending • 
04.04 2023 
Simi 
Simi 
14:00 
o 
Deild kostnaöarfærslu 
Deild • 
Deild A 
• Nafn 
Jöna J6nsdöttir 
o 
Lysing 
L9sandi heiti 
Athugaserndir og fyrirmæli

Lokaskrefið er að smella á hnappinn Klára, en við það sendist beiðnin áfram til ábyrgðaraðila og til verður innkaupaþörf í kerfinu sem innkaupaaðili kerfisins getur fylgst með.

Í hliðarstikunni má finna Beiðnayfirlit og þar má sjá yfirlit yfir allar þær beiðnir sem tengjast deildum notandans, ásamt stöðu beiðnanna.