Til þess að setja upp Canon prentara þarf að setja inn rekilinn (e. driver). Hann er hægt að nálgast með því að fara inn á þjónustusíðu Canon.
1.Þú ferð inn á https://www.canon-europe.com/support/
2.Þar setur þú inn vöruheiti prentarans t.d. Pixma MG7150.
3.Velur rétt stýrikerfi og tungumál (rétt stýrikerfi ætti að vera valið sjálfkrafa).
4.Niðurhala (e. download) efsta reklinum sem síðan mælir með.
5.Opna skrána sem var hlaðið niður og fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
6.Ef allt hefur gengið villulaust fyrir sig þá er prentarinn tilbúinn til notkunar.