Stöðumódel pantana sýnir í hvaða stöðu pöntunin er frá því hún er send til birgja
Stöðumódel pantana má finna undir Innkaup - Innkaupayfirlit, en innkaupayfirlitið er hugsað til þess að svara eftirfarandi spurningum:
- Er pöntunin farin til birgja?
- Hefur birgi opnað pöntunina inni í birgjaviðmótinu?
- Var athugasemd gerð við pöntunina?
- Hefur reikningur fyrir pöntuninni borist?
Innkaupayfirlitið hefur fjórar aðal stöður, en þær eru:
- Hjá birgja
- Þegar pöntunin er send úr Timian fær hún stöðuna Hjá birgja.
- Augu birtast (0/0) ef birgi hefur opnað pöntunina á birgjavef Timian.
- Athugið að birgjar opna pantanir ekki alltaf inni í birgjavefnum, heldur afgreiða þeir pantanir stundum beint út frá tölvupósti og í þeim tilfellum birtast augun ekki.
- Yfirfarin
- Birgi staðfestir að hann muni afgreiða pöntun eins og hún stendur með því að setja pöntunina í stöðuna Yfirfarin.
- Ef birgi breytir stöðunni ekki sjálfur, þá breytist hún sjálfvirkt um leið og rafrænn reikningur berst.
- Táknið sem sýnir litla pdf blaðsíðu merkir að rafrænn reikningur hefur borist.
- Ef pöntun er merkt með tákninu "!!!" þá þýðir það að birgi hefur annað hvort breytt magni og/eða skrifað skilaboð til innkaupaaðilans inni í pöntuninni.
- Móttekin af kaupanda
- Kaupandi hefur borið saman afgreitt mang og rafrænan reikning, eða afgreiðsluseðil, og breytir stöðunni í Móttekin.
- Hægt er að skilja eftir athugasemd inni í pöntuninni, t.d. ef eitthvað vantar, og þá fær birgi tölvupóst með tilkynningu um að ósamræmi hafi komið upp.
- Reikningur samþykktur