Hvað gerir Timian?

Timian er heildstætt innkaupakerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að útbúa rafrænar innkaupabeiðnir og innkaup frá öllum sínum birgjum í einu og sama viðmótinu. Skipulag og staða innkaupa verður skýrt og gegnsætt, áhyggjur af stöðu pantana og beiðna minnka og líkurnar á mistökum við samþykkt reikninga hverfa.

Timian er SAAS lausn (áskriftarlausn) sem er skalanleg fyrir mismunandi skjástærðir. Kerfið býður bæði upp á viðmót á íslensku og ensku.

 
  • Eitt viðmót til að kaupa inn frá mörgum birgjum
  • Rafrænar innkaupabeiðnir
  • Rafrænar pantanir til birgja
  • Pantanir mótteknar og bornar saman við pöntun
  • Vörum dreift innanhúss samkvæmt beiðnum
  • Rafrænn reikningur borinn saman við pöntun
  • Samþykktur reikningur sendist yfir í fjárhagskerfi

computer