Hvað er GreenSenze?

GreenSenze er sjálfvirk kolefnissporsgreining sem aðstoðar fyrirtæki við að skilja öll innkaup sín og losunarþætti þeirra. Markviss greining á kolefnisspori er forsenda þess að fyrirtæki geti mótað aðgerðir sem stuðla að sjálfbærni í rekstri, en hingað til hefur fyrirtækjum reynst erfitt að átta sig á og ná utan um losunarþætti allra umfanga, þ.e. umfanga 1, 2 og 3. Ein helsta ástæða þess er skortur á upplýsingum og gögnum, sérstaklega fyrir umfang 3 sem tekur meðal annars á innkaupum. Með aðstoð GreenSenze verða þessar upplýsingar hins vegar aðgengilegar og skýrar.

GreenSenze sýnir þér svart á hvítu hvar fyrirtækið þitt getur gert betur í innkaupum, en með skönnun rafrænna reikninga sem berast í gegnum skeytamiðlun Unimaze þá greinir GreenSenze á skilvirkan hátt öll viðeigandi gögn og þá losun sem á sér stað um leið og reikningur berst. Með rafrænum reikningum er þannig hægt að lesa upplýsingar niður á einstakar vörulínur í reikningi, og safna um leið mikilvægum gögnum sem gera kolefnissporsgreiningar enn nákvæmari en áður.

Með GreenSenze er hægt að setja raunhæf markmið til að gera betur, og fylgja þeim eftir frá mánuði til mánaðar. Kolefnissporsgreining þarf því ekki að vera umfangsmikil vinna sem á sér stað einu sinni á ári í aðdraganda birtingu sjálbærniskýrsla, heldur er hægt að fylgjast með stöðu mála í rauntíma og bregðast við þar sem tækifæri gefast.

Hér finnur þú heimasíðu GreenSenze.