Hvar get ég geymt afrit af ljósmyndum og öðru efni sem er á tölvunni minni?

Við mælum alltaf með því að þú geymir afrit af ljósmyndum og gögnum, t.d. í skýjaþjónustu, en sem dæmi um einfaldar og þægilegar skýjaþjónustur má nefna:

 
OneDrive frá Microsoft.
 
Google Drive sem fylgir Gmail aðgangi.

Ef tölvan þín bilar, verður fyrir tjóni eða óværa kemst í stýrikerfið, gerir skýjaþjónustan þér kleift að endurheimta gögn og myndir á auðveldan hátt.

Einnig er hægt að afrita myndir og gögn yfir á utanáliggjandi diska, svokallaða flakkara, sem geymdir eru á öðrum stað og þannig tryggja að afrit séu til ef eitthvað kemur fyrir.