Hvað get ég hlustað á með Bose Sleepbuds?

Bose Sleepbuds eru ekki heyrnatól sem slík heldur svefntappar. Það er eingöngu hægt að velja á milli 10 fyrirfram forritaðra hljóða, eins og t.d. sjávarnið, varðeld og skrjáf í laufum. Þessi hljóð eru sérhönnuð til þess að hjálpa þér að ná sem bestum nætursvefni.

Það er ekki hægt að hlusta á tónlist, hljóðbækur eða hlaðvarpsþætti (e. podcasts) í Sleepbuds.

Bose Sleepbuds eru ekki með "noice cancelling" tækni heldur "noice masking". Þau loka hljóðið úti í stað þess að búa til öfugar hljóðbylgjur sem eyða út umhverfishljóðum.