Hvað eru BIOS og reklar og hvernig uppfæri ég þá?

BIOS, sem kallast UEFI firmware í dag, er hugbúnaður á móðurborðinu sem leyfir stýrikerfinu að nota alla þá íhluti sem eru í tölvunni.

Rekill (e. driver) er hugbúnaður sem keyrir í stýrikerfinu og gerir stýrikerfinu kleift að tala við hvern íhlut vélarinnar og nota alla eiginleika þeirra.

Besta leiðin til þess að uppfæra Lenovo vélar er að nota Lenovo Vantage forritið. Í því er aðgerð (e. feature) sem kallast System Update sem athugar hvaða uppfærslur eru í boði fyrir vélina og nær í þær. Þetta forrit fylgir með öllum Lenovo vélum en líka er hægt að ná í það í Microsoft Store.

Einnig er hægt að nálgast rekla á Lenovo Technical Support en þar er hægt að gefa upp tegund vélar eða raðnúmer og nálgast alla nýjustu rekla og hugbúnað.