Hvernig er hægt að reikna út hráefnaþörf út frá matseðli í Timian?
Þegar búið er að raða matseðlum niður á daga og áætla hversu margir matargestir eru væntanlegir hvern dag, þá getur Timian reiknað út hráefnisþörfina sem myndast hefur út frá beiðnum og málverðum.
Undir Eldhús - Hráefnisþörf er hægt að stilla tímabil fyrir afhendingardaga og kerfið sækir þá innihaldsefnin og magn þeirra sem þarf fyrir valið tímabil. Bæði er hægt að fá listann flokkaðan eftir hráefni og degi, en einnig bara eftir hráefni.
Einnig er hægt að velja flipann Reikna, en þar er hægt að leita að ákveðnum matseðli eða uppskriftum og hægra megin við hvern matseðil/uppskrift er hvítur reitur sem hægt er að setja inn fjölda skammta sem elda á út frá.
Setja þarf áætlaðan skammtafjölda í reitinn og smella á Enter á lyklaborðinu.
Þá mun Timian reikna út hráefnaþörfina miðað við valinn skammtafjölda, sem bæði er hægt að skoða út frá hverju og einu hráefni, eða sem niðurbroti eftir uppskriftum. Út frá þessum útreikningi á hráefnaþörf er hægt að búa beint til beiðni með því að smella á Beiðni hægra megin á skjánum. Þá þarf einungis að fylla út upplýsingar um afhendingartíma og -stað, og beiðnin stofnast með einum smelli. Þetta síðasta skres á þó aðeins við um þá sem eru að nota beiðnahluta Timian.