Er hægt að bæta mörgum notendum við kerfið í einu?

Hægt er að nýta sér flýtileið til þess að stofna marga notendur í kerfinu í einu

Oft getur verið þörf á að stofna marga Timian notendur í einu. Til er flýtileið sem getur aðstoðað við þetta.

Undir Stillingar - Notendur er valmöguleikinn Import users. Valmöguleikinn er helst hugsaður fyrir notendur Timian matarskráningar þar sem heilir árgangar af börnum/forráðamönnum bætast við á hverju skólaári.

Undir Import users er hægt að velja um að hlaða inn nemendum ásamt tengdum forráðamönnum, eða einungis nemendum.

Með því að fylla út þau excel sniðmát sem fylgja hvorum valmöguleikanum um sig er hægt að hlaða upp mörgum notendum samtímis.

Athuga skal að fyrir ítarlegri stillingaratriði notenda, t.d. á borð við val á greiðsluaðila og matarhóp notanda þarf að fletta notandanum upp, velja Breyta og stilla slíkt handvirkt.