Hvernig er hægt að endurtaka beiðnir í Timian?

Endurteknar beiðnir geta einfaldað beiðnaferlið svo um munar

Í sumum tilfellum eru geta notendur verið að senda inn beiðnir með reglubundnum hætti. Þetta getur til dæmis átt við tilvik þar sem afhenda á ákveðnar vörur vikulega, þar sem alltaf eru sömu vörur í beiðnni. Þegar þetta á við getur verið hentugt að útbúa svokallaða endurtekna beiðni.

Fyrsta skrefið í ferlinu er að setja vörur í beiðnakörfu, en hægt er að finna leiðbeiningar um það hvernig búa á til beiðni má finna hér. Þegar allar viðeigandi vörur eru komnar í beiðnakörfuna skal smella á hnappinn Halda áfram, sem færir notandann yfir í næsta skref.

Neðst á skjámyndinni er reiturinn Endurtekning. Þar er hægt að stilla endurteknar beiðnir með því að velja það tímabil sem beiðnirnar skulu vera endurteknar á, ásamt tímasetningu afhendingar og eðli endurtekningarinnar. Hægt er að velja um daglegar endurtekningar, vikulegar eða mánaðarlegar, og út frá því er hægt að sérsníða umrædda daga eða mánuði sem endurtekningin skal fylgja.

Að því loknu skal klára beiðnina með hefðbundnum hætti, og þar með verða beiðnirnar sjálfkrafa til í framtíðinni líkt og skilgreint var í beiðninni.

Endurtekning 
Fré og med 
04.042023 
Til dags 
04.062023 
Afhenda klukkan 
1200 
Vikulega 
Vikulega 
every week 
Veldu daga 
D månudagur 
O priöjudagur 
D midvikudagur 
D fimmtudagur 
föstudagur 
D laugardagur 
O sunnudagur 
Athugid ad endurteknar Beidnir eru keyrdar inn sjålkrafa med 7 daga fyrirvara. Sértilivk er Pegar um nyskråningu er ad ræda, en byr kerfid til Beidnir til ad fylla upp i noestu 7 daga. Å sérstaklega vid um daglegar Beiönir_