Aðgangsstýring á vöruúrvali í beiðnahluta Timian
Það getur verið hentugt að stýra því hvers konar vörur notendur geta lagt inn beiðni fyrir. Til dæmis getur verið þörf á því að starfsfólk eldhúss hafi einungis aðgang að mat- og ræstivörum á meðan starfsfólk hjúkrunardeilda hafi einungis aðgang að hjúkrunarvörum.
Þetta er hægt að leysa með svokölluðum beiðnalistum, og hægt er að fara tvær leiðir til þess að stofna slíka lista.
Timian notandi með aðgang að innkaupahluta kerfisins getur stofnað lista með því að:
- Fara inn í vöruspjald samheitavöru sem skal vera á listanum
- Þetta er gert undir Innkaup - Vörur
- Skrifa nafn listans í Önnur flokkun
- Nafn beiðnalistans er gjarnan lýsandi heiti eins og t.d. matvörur, hjúkrunarvörur,...
- Vista vöruspjaldið neðst á skjánum
- Við það stofnast beiðnalistinn og varan fer sömuleiðis á listann
Sama ferli er svo endurtekið fyrir allar þær vörur sem eiga að vera á listanum, þ.e. farið er inn í vöruspjaldið, nafnið a beiðnalistanum skrifað undir Önnur flokkun og spjaldið vistað. Athugið að hver vara getur verið á mörgum listum í einu.
Auk þess geta Timian notendur með admin hlutverk farið aðra leið til þess að stofna beiðnalista, en þessi leið getur veitt betri yfirsýn yfir þá lista sem þegar eru til í kerfinu.
Undir Stillingar -> Aðrir kerfisþættir -> Taxonomies -> Alt commodity classification -> List terms -> Add Term er hægt að skoða nöfn þeirra lista sem til eru, og hægt er að breyta heiti listanna og skoða innihald þeirra.
Lokaskrefið er að úthluta notendum beiðnalista, þ.e. að skilgreina hvaða vörur ákveðinn notandi hefur aðgang að.
Fletta þarf notanda upp undir Stillingar -> Notendur, og velja Breyta.
Neðarlega á notendaspjaldinu er hnappurinn Filter á vörur, en þar er hægt að aðgangsstýra beiðnum og innkaupum. Í reitinn Önnur flokkun er hægt að leita að nafninu á beiðnalistanum sem velja á, og þannig er hægt að aðgangsstýra því hvaða vörum viðkomandi notandi getur lagt inn beiðni fyrir.