Hægt er að velja hvaða foreldri/forráðamaður skuli greiða fyrir mataráskriftir barns
Í lok hvers matartímabils er hægt að sækja skýrslu fyrir uppjör matarskráningar. Skýrslan sýnir fjölda matarskráninga fyrir hvern nemanda eða starfsmann skólans, ásamt upplýsingum um greiðsluaðila fyrir hvert tilfelli. Hér má sjá hvernig hægt er að sækja skráningarskýrsluna.
Almenna reglan er sú að það foreldri/forráðamaður sem skráir sig inn í Timian með rafrænum skilríkjum er jafnframt það foreldri/forráðamaður sem fær reikninginn fyrir matarskráningunum. Í mörgum tilfellum eru þó fleiri en einn ábyrgðaraðili sem skrá sig inn í Timian, og því er möguleiki á að merkja sérstaklega það foreldri/forráðamann sem á að fá reikninginn sendan.
Undir Stillingar - Notendur er hægt að fletta upp þeim aðila sem á að fá reikning sendan. Til þess að gera breytingar á stillingum notandans skal smella á Breyta.
Neðst á notandaspjaldi eru reitir sem snúa að greiðslumálum. Haka þarf í reitinn "Þessi notandi skal rukkaður fyrir málsverði, sem notendur sem hann er ábyrgur fyrir, eru skráðir á". Að lokum þarf að smella á hnappinn Geyma neðst á notandaspjaldinu, og með því hefur notandinn verið gerður að greiðsluaðila næst þegar uppgjör verður sent út.