Að panta vörur beint frá birgja

Hvernig á að panta vörur frá einum birgja í einu?

Hægt er að gera innkaupapöntun frá grunni, án þess að hennar hafi sérstaklega verið óskað gegnum beiðni.

Þetta er gert inni í Innkaup - Pantanir og undir flipanum Panta.

Næsta skref er að velja þann birgja sem panta á fram, og það er gert með því að velja birgja úr fellilistanum.

Þegar birgi hefur verið valinn gefst tækifæri á því að byggja nýja pöntun á grunni eldri pöntunar, nota vistaða körfu sem hefur verið útbúin áður, eða byrja nýja pöntun frá grunni.

Þegar þetta hefur verið valið skal smella á Halda áfram.

Hér þarf að leita að þeim vörum sem panta á, og skrá magntölu í vörulínuna til þess að bæta henni við körfuna. Alltaf er hægt að eyða hlutum úr körfu eða breyta henni.

Þegar búið er að velja allar vörurnar í körfuna þá má smella á Halda áfram.

Síðasta skrefið er að staðfesta afhendingardag, kostnaðarstað og afhendingardeild fyrir pöntunina, en að því loknu má velja Klára.

Þar með hefur pöntunin verið send út til birgja, og hægt er að fylgjast með stöðu hennar í gegnum pantanayfirlit undir Innkaup - Pantanir eða Innkaup - Innkaupayfirlit.