Tölfræði - að breyta dálkum sem sýndir eru

Vissir þú að þú getur sérsniðið tölfræðiupplýsingar að þínum þörfum?

Tölfræðihnappurinn í SpendSenze sýnir þér ýmsar nytsamlegar upplýsingar á borð við upphæðir, magn, einingaverð og breytingar á milli ára. Hér er því hægt að fylgjast ítarlega með því hvernig verðþróun er að eiga sér stað, og eins er hægt að koma auga á hvar væri hægt að gera betur.

Dálkarnir sem sýndir eru í tölfræðitöflunni eru sjálfvirkt gefnir, en hægt er að gera breytingar á þessu. Með því að smella á hnappinn "Bæta við dálkum" í hægra horninu ofan við töfluna birtast valmöguleikar þar sem hægt er að haka í og úr eftir því hvað á að birtast í töflunni hverju sinni.

Hér má sjá örstutt kennslumyndband fyrir virknina.