Af hverju færist ThinkPad Trackpoint músabendillinn þvert yfir skjáinn af og til?

Trackpoint músin (pinnamúsin á miðju lyklaborðinu) þarf að núllstilla sig reglulega og gerir það sjálf með því að færa bendilinn til um nokkra sentimetra.

Ef bendillinn færist hins vegar stjórnlaust langa leið þá er líklegt að rauða músagúmmíið (hettan) sé orðið slitið og þá þarf að skipta um það.

Það er einfalt að skipta, bara að lyfta því upp og setja nýtt í staðinn.

 
Passa þarf að kaupa rétt gúmmí fyrir hverja vélargerð því að í boði eru til 2 gerðir.
 
Hetturnar passa ekki á milli véla þar sem gatið inn í hettunum er misstórt.
 
Super Low Profile er með minna gat en Low profile

Low Profile hetta í netverslun.

Super Low Profile hetta í netverslun.