Að stilla verð fyrir rukkaðar máltíðir

Admin notendur geta stillt verð á máltíðum í matarskráningu Timian

Undir Stillingar - Eldhús birtist yfirlit yfir þau eldhús sem skráð eru í kerfinu. Með því að velja ákveðið eldhús er hægt að gera breytingar á ýmsum stillingum, og þar á meðal er hægt að skilgreina eða breyta verði á máltíðum. Undir flipanum Meal settings sést núverandi máltíðaverð, og hægt er að breyta því og smella síðan á Geyma.

Einnig er hægt að gera verðbreytingar þegar skráningar- og matartímabil eru stofnuð, en leiðbeiningar um það má finna <hér>.