Máltíðaskipulag fram í tímann

Að raða matseðlum niður á daga

Undir Eldhús - Máltíðir birtist mánaðaryfirlit eldhúsa, en þar er meðal annars hægt að velja og raða matseðlum niður á daga. Fyrir hvern dag er hægt að smella á Bæta við málsverði, og með því að smella á hnappinn opnast valinn dagur.

Þegar búið er að velja dag á mánaðaryfirlitinu birtist ný skjámynd þar sem hægt er að tengja matseðil við þann dag.

Passa þarf að rétt eldhús sé valið, en vinstra megin á skjánum sést það eldhús sem valið er.

Í leitarstikunni hægra megin á skjánum er hægt að leita eftir heiti matseðils sem bæta á við. Með því að fletta upp heiti matseðilsins og smella á enter hnappinn á lyklaborðinu, þá hefur matseðillinn verið vistaður fyrir valinn dag.


Til viðbótar býður Timian upp á flýtileið fyrir röðun matseðla niður á daga. Í mánaðaryfirlitinu undir Eldhús - Máltíðir er hnappur vinstra megin á skjámyndinni sem nefnist Matseðlar, en með honum er hægt að skipuleggja matseðil fram í tímann með einföldum og fljótlegum hætti.

Smella þarf á hnappinn Matseðlar, og þá birtist gluggi með leitarstiku þar sem hægt er að leita að matseðlum eftir heiti þeirra. Með því að smella með músinni á valinn matseðil er hægt að draga hann yfir dagatalið, og loks sleppa músinni þegar matseðillinn er yfir völdum degi. Þar með hefur matseðlinum verið raðað niður á dagsetningu, og þetta er hægt að endurtaka til þess að raða niður á marga daga.